tisa: jamm og já
miðvikudagur, mars 22, 2006
jamm og já
Viðburðarík helgi hjá frú Tinnu. Já, ég sagði frú Tinnu! Vistmenn Hrafnistu virðast standa á þeirri skoðun um að ég sé frú. Ég sætti mig alveg við það þegar þau sögðu "Biddu konuna um meiri súpu" Ég get alveg höndlað það að vera kona. Svo fór þetta að þróast yfir í "Afsakið fröken" og að lokum í "Fyrirgefðu frú" Þá var ég ekki sátt, ég samþyki ekki að vera kerling á mínu sautjánda ári. Þannig þegiði gömlu beyglur ef þið eruð að lesa. En já.... helgin víðfræga. Sumir muna ekki eftir henni, en það geri ég. Ég ákvað að heimsækja pabba minn upp í Grafarvog og að sjálfsögðu að nýta æfingaleyfið mitt í leiðinni. Þannig ég keyrði með pabba út um allar trissur og það var öskrað og svitnað, aðallega af pabba hálfu. Þótt ég "sjái ekki" einhverja ljóta Mözdu í hringtorgi er það ekkert til að kippa sér upp við. Ég bara sé það sem ég vil sjá og ég vil ekkert menga augu mín með Mözdum. Þegar pabbi var búinn að jafna sig á þessum lífsháska fóum við á KFC og ég fékk mér majones með smá kjúklingi út á. Mæli ekkert sérlega með því. Síðan rann upp laugardagskvöld með allri sinni dýrð. Þá skutlaðist ég á jeppanum hans pabba upp í Breiðholt og sótti Ásgerði. Ég held hún hafi hrifist mjög af hæfileikum mínum í að keyra. Ferðinni var síðan heitið til Magga Dan. Ég nenni ekki að útskýra þetta nánar en segjum bara að sumir hafi verið í verra ástandi en aðrir og sumir urðu pirraðir og þurftu að bókstaflega draga suma heim til sín, þá voru sumir ekki kátir en aðrir bara hlógu að sumum. Síðan auðvitað brunaði ég bara aftur upp í Grafarvog.... daginn eftir. Þannig var nú það... en ég var að uppgvöta að skólinn minn ástkæri hefur breyst í stökkbreytt kjarnorkuskrímsli sem lætur mann allt í einu þurfa að læra og skila ritgerðum hægri og vinstri og lesa fjórar skáldsögur og ég veit ekki hvað og hvað. Mér finnst þetta svívirðilegt og asnalegt af skólanum að vera að ætlast allt þetta af mér. Ég er bara ein manneskja. Ég hef bara tvær hendur. Ég er löt. Ég er það löt að ég er farin að kvíða fyrir því á hverjum degi að labba upp brekku eina sem liggur upp að skólanum og ef ég þarf síðan að fara beint upp á efri hæðina, þá dey ég oft í stiganum En ég er ekki ein í brekkubaráttunni.......ég er ekki ein.
Ég er líka það löt að í seinasta leikfimitíma öskraði kennarinn á mig: Ef þú vilt fá mætingu þá verðuru að hreyfa þig eitthvað!!! Svo skrifaði hann eitthvað niður reiður á svip. Þannig ég sparkaði einu sinni í bolta. En ég er heldur ekki ein í leikfimibaráttunni.
Það kemur sér vel að eiga sálufélaga.
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 13:12
3 comments